30.6.2008 | 12:28
Falskt bros er betra en ekkert....
Ég versla stundum rúnstykki í Björnsbakarí vestur í bæ sem er svo sem ekkert merkileg athöfn, nema það að starfsfólk sem þar vinnur er oftar en ekki svolítið fúlt.
Ég keypti í morgun rúnstykki í bakaríinu hans Bjössa við Þjóðarbókhlöðuna þar kem ég inn og þar sitja tvær stúlkur og ég býð góðan dag.....en fæ ekkert svar heldur er bara horft á mig eins ég væri holdsveikur eða eitthvað skelfilegra eins og gæti mögulega verslað eitthvað og truflað þær við að gera ekki neitt...... ég hefði frekar vilja fá vel leikið falskt bros og svar frekar en hávaðan í loftræstingunni.
Einnig er annað Björnsbakarí rétt hjá Stúdentagörðunum sem ég hef verslað við frekar en hitt, en í morgun var lokað vegna breytts opnunartíma nú opnar ekki fyrr en kl.8:00 sem er svolítið skrýtið því oft vilja sumir fá nýtt brauð eða bakkelsi í vinnuna eða heim fyrr.... en annars að efninu, þar vinnur manneskja sem stuðar mig og hefur alltaf gert ekki vegna persónuleikans eða neitt svoleiðis heldur hún reykir sem er algjörlega hennar mál en það verður mitt mál þegar ég sé hana úti að reykja er ég legg við bakaríið og hún sér að ég fer inn og þá drepur hún í naglanum og fer inn þarna baka til og kemur það fljótt og afgreiðir mig án þess að þvo sér um hendurnar og angandi af reyk. Nú segir kannski einhver hún gæti hafa skolað þær snögglega...ekki nema hún sé með ferðavask í rassvasanum. Þeir sem vinna við matvæli skulu ætíð passa uppá hreinlæti og þar meðtalinn handþvott og það tekur tæpa mínútu að þvo sér vel og sótthreinsa á eftir.
Ég skora á alla sem eru með fólk í vinnu við matvæli, unga sem aldna að kynna þeim skaðsemi þess að halda ekki úti hreinlæti í hári og á höndum. Ég verð ósjaldan vitni að því að sama manneskjan afgreiðir(tekur við peningum og kortum) og fer í matvælin , peningar sem ganga manna á milli eru örveru og sýklaberar.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.