Flatbakan hans Villa.....

Ég smakkaði Vilson´s flatböku um daginn yfir einhverjum tuðrusparksleiknum og vitir jarðarbúar hún var frábær 16"tomma með tveimur áleggstegundum osta-brauðstöngum og 2ltr af koffein bættu ropvatni með dass af sætu og koltvísýringi. Verðið er með því lægra sem ég hef séð og þær bragðast vel. Þjónustan kom mér á óvart, hress strákur sem hefur greinilega gaman af því sem hann gerir.

Mæli með Villa og félögum


Falskt bros er betra en ekkert....

Ég versla stundum rúnstykki í Björnsbakarí vestur í bæ sem er svo sem ekkert merkileg athöfn, nema það að starfsfólk sem þar vinnur er oftar en ekki svolítið fúlt.

Ég keypti í morgun rúnstykki í bakaríinu hans Bjössa við Þjóðarbókhlöðuna þar kem ég inn og þar sitja tvær stúlkur og ég býð góðan dag.....en fæ ekkert svar heldur er bara horft á mig eins ég væri holdsveikur eða eitthvað skelfilegra eins og gæti mögulega verslað eitthvað og truflað þær við að gera ekki neitt...... ég hefði frekar vilja fá vel leikið falskt bros og svar frekar en hávaðan í loftræstingunni.

Einnig er annað Björnsbakarí rétt hjá Stúdentagörðunum sem ég hef verslað við frekar en hitt, en í morgun var lokað vegna breytts opnunartíma nú opnar  ekki fyrr en kl.8:00 sem er svolítið skrýtið því oft vilja sumir fá nýtt brauð eða bakkelsi í vinnuna eða heim fyrr.... en annars að efninu, þar vinnur manneskja sem stuðar mig og hefur alltaf gert ekki vegna persónuleikans eða neitt svoleiðis heldur hún reykir sem er algjörlega hennar mál en það verður mitt mál þegar ég sé hana úti að reykja er ég legg við bakaríið og hún sér að ég fer inn og þá drepur hún í naglanum og fer inn þarna baka til og kemur það fljótt og afgreiðir mig án þess að þvo sér um hendurnar og angandi af reyk. Nú segir kannski einhver hún gæti hafa skolað þær snögglega...ekki nema hún sé með ferðavask í rassvasanum. Þeir sem vinna við matvæli skulu ætíð passa uppá hreinlæti og þar meðtalinn handþvott og það tekur tæpa mínútu að þvo sér vel og sótthreinsa á eftir.

Ég skora á alla sem eru með fólk í vinnu við matvæli, unga sem aldna að kynna þeim skaðsemi þess að halda ekki  úti hreinlæti í hári og á höndum. Ég verð ósjaldan vitni að því að sama manneskjan afgreiðir(tekur við peningum og kortum) og fer í matvælin , peningar sem ganga manna á milli eru örveru og sýklaberar.

 


Blekkingarvefur matvælaframleiðandans.

Eins og kannski margir vita þá búum við í þjóðfélagi blekkinga og svika.....og á ég þá ekki við að það sé eins og í góðri bíomynd.

Heldur eru það matvælaframleiðendur hvort sem þeir eru héðan eða þaðan, þeir blása ekki bara reyk heldur inniheldur hann væntanlega glerbrot og fleira drasl sem stingur þá sem láta  blekkjast.

Þeir sem kaupa snögg og lausfrystan fisk og skelfisk vita eða ekki vita, hverslags vöru þeir eru að kaupa........ og þá meina ég ekki að þeir þekki ekki muninn á uglu og ýsu. Heldur það að í 1kg af fisk eða skelfisk er 15-20% af vatni og lekur það frá er varan þiðnar. Þetta er glassering sem sjávarfanginu er dýft í til að "FLÝTA FRYSTINGU OG VARÐVEITA GÆÐI MEÐAN VARAN ER FROSIN"

Kjúklingur er eitthvað sem margir elska og borða oft, margir eru oft að einblína á bringurnar sem er svipað og hryggvöðvi af lambi eða lund af nauti. Allt vöðvar sem eru kannski notaðir sem hátíðar eða helgarfæða til að brydda uppá vikuna. Einnig eru þetta dýrir vöðvar ef seldir sér. Verð á kjúklingabringum er komið fram úr öllu valdi, mér skilst að dýrustu bringur pr.kg. séu á c.a. 3000kr. Ég segi nú bara eins og þjóðkunnur maður.... mamamamamamaður skilur ekki svona græðgi og til að toppa verðið þá eru þessir andsk&%%$#$#$#&  farnir að láta bringurnar liggja í vatni og salti til að þyngja vöruna. Þeir eru svo ekkert að fela þetta á pakkningunum en þar stendur að innihald sé: Kjúklingur, vatn og sjávarsalt.

Kjöt af dýrum er látið meyrna eftir slátrun en í nútíma þjóðfélagi er ekki tími til að gera neitt það er bara allt strax og þá helst í fyrradag. Skrokkar eru látnir hanga skemur en þarf þannig að vöðvarnir innihalda meira vatn en þeir ættu að gera, en og aftur græðgi, græðgi, græðgi. Kóngarnir græða meðan peðin drukkna í bullinu sem þau borða.

Ég er ekki að andskotast útí neitt nýtt sumir vita um hvað ég er að tala aðrir ráfa bara blindir um stórverslanirnar og eru bara alltaf að pæla í verðinu en ekki gæðunum og þegar ég tala um gæði er það góð vara sem er alltaf eins og er ekki umlukin glitrandi ljósum og tálbeitum. Það eru ekki til slæm gæði, Gæði eru bara á einn veg.


Sagan af pítunni og týndu rollunni

Ég og fjölskyldan verðum stundum leið á því að ég eldi alltaf og þá skreppum við stundum út að borða.

Fyrir c.a. mánuði þá voru allir í þannig skapi og við skelltum okkur á Hróa Hött við Hringbraut. Við höfum stundum farið þangað kannski 3-4 sinnum á  ári og þar sem við búum á svæðinu þá var þetta skásti kosturinn af ekki svo mörgum..... en í þetta sinn var ég ekki sáttur.

Ég vil taka það fram að þó svo að ég sé matreiðslumaður þá er ég ekki eins og margir kollegar mínir sem eru sennilegast leiðinlegasta fólk sem þjónustufólk lendir í... en þá eru þau oftast í glasi... að ég vona þeirra vegna.

..... en allavega ég ákveð að breyta út af vananum og fá mér pítu með steiktu lambakjöti.. ummm hugsaði ég er við biðum eftir matnum.  Svo kom rétturinn  þar sem pítan var skrifuð með rollu á var hana hvergi að finna... svo ég hélt en vitir menn og konur það voru að minnsta kosti 8 litlir bitar sem vógu ekki meira en 50-80gr. Svo var að sjálfsögðu kál, gúrkuflís og slatti af sinnepssósu sem er í sjálfu sér í  lagi en ekki þannig að hún sé í hlutföllunum 1:10 af kjöti.

Ég ákvað að láta ekki vita því að þetta á greinilega að vera svona hjá þeim... ekki nema það sé skortur af sauðfénaði sem ég veit ekki um.

Við fórum þaðan sátt allavega konan og krakkarnir með sína flatböku en ég frekar svangur eftir pítu með káli og sinnepssósu.

Ég legg til að Hrói Höttur og félagar auki lambaskammtinn eða breyti heiti réttarins.....                         " Píta með káli, sinnepssósu og vægum skammti af feitum sauð"

kv.  Óli Páll Einarsson

 


Matar og neytenda- blogg.

 

Ég hef unnið á mörgum veitingastöðum síðustu 14 árin allt frá Svörtu pönnunni til stærstu hótela landsins

Mig hefur lengi langað til að tjá mig um mat við almenning. Það eru nú margir sem skrifa um veitingastaði og gagnrýna ýmist jákvætt eða neikvætt um viðkomandi stað.

En ég ætla ekki beint í þá átt að hnýsast ofaní hvert einasta smáatriði, heldur það sem mér liggur mest á hjarta eru þær vörur sem eru seldar í verslunum og einstaka réttir sem kaupa má á skyndibitastöðum og fínni veitingastöðum. Allt sem mun koma fram í mínum bloggum verður byggt á minni reynslu sem matreiðslumaður, einnig það sem ég hef lært um hráefnisfræði, vinnslu matvæla, ferskleika og notkun.

......sem sagt ég ætla hrósa þeim sem eiga það skilið  og lasta hinum sem ég vona að séu færri en hið fyrrnefnda.

kv. í bili

Óli Páll Einarsson


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband