Sagan af pítunni og týndu rollunni

Ég og fjölskyldan verðum stundum leið á því að ég eldi alltaf og þá skreppum við stundum út að borða.

Fyrir c.a. mánuði þá voru allir í þannig skapi og við skelltum okkur á Hróa Hött við Hringbraut. Við höfum stundum farið þangað kannski 3-4 sinnum á  ári og þar sem við búum á svæðinu þá var þetta skásti kosturinn af ekki svo mörgum..... en í þetta sinn var ég ekki sáttur.

Ég vil taka það fram að þó svo að ég sé matreiðslumaður þá er ég ekki eins og margir kollegar mínir sem eru sennilegast leiðinlegasta fólk sem þjónustufólk lendir í... en þá eru þau oftast í glasi... að ég vona þeirra vegna.

..... en allavega ég ákveð að breyta út af vananum og fá mér pítu með steiktu lambakjöti.. ummm hugsaði ég er við biðum eftir matnum.  Svo kom rétturinn  þar sem pítan var skrifuð með rollu á var hana hvergi að finna... svo ég hélt en vitir menn og konur það voru að minnsta kosti 8 litlir bitar sem vógu ekki meira en 50-80gr. Svo var að sjálfsögðu kál, gúrkuflís og slatti af sinnepssósu sem er í sjálfu sér í  lagi en ekki þannig að hún sé í hlutföllunum 1:10 af kjöti.

Ég ákvað að láta ekki vita því að þetta á greinilega að vera svona hjá þeim... ekki nema það sé skortur af sauðfénaði sem ég veit ekki um.

Við fórum þaðan sátt allavega konan og krakkarnir með sína flatböku en ég frekar svangur eftir pítu með káli og sinnepssósu.

Ég legg til að Hrói Höttur og félagar auki lambaskammtinn eða breyti heiti réttarins.....                         " Píta með káli, sinnepssósu og vægum skammti af feitum sauð"

kv.  Óli Páll Einarsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband